17.1.2009 | 20:53
Flokkaröðun.
Það hefur verið nokkuð rætt um að kosningar eigi ekki að ganga út á flokka heldur fólk, ég hef aðra hugmynd og hana hef ég ekki heyrt rædda.
Eins og flestir vita þá hverfur minnið hjá alþjóð eftir um 3~3 1/2 ár og síðan er kosið og oftar enn ekki eru margir sem vilja sama gamla skítinn aftur og þá bara til að sjá hvort hann lagast eitthvað næsta kjörtímabil enn sannleikurinn er einfaldur, hann úldnar og verstnar með hverju ári og lyktin samkvæmt þv, samt er hugsað = þetta lagast bara næst og ég má ekki kjósa neitt annað því (pabbi/afi/frændi/frænka/amma/mamma) sögðu mér hvað er rétt og bezt fyrir mig og mína, hitt er að ef ég geri ekki rétt þá verð ég kannski útskúfaður eða ég má ekki hugsa þegar kemur að póli-TÍk.
Mín hugmynd er frekar einföld: 2 ár eftir alþingiskosningar geta allir þeir semm eru flokksbundnir kosið endurröðun innan flokksins t.d ef þér líkar ekki hvernig efsti maður/kona á listanum er að standa sig þá getur þú sett viðkomandi í það sæti sem þér finnst rétt og viðeigandi stað í röðinni, þá er ég að tala um að þetta myndi hafa áhrif á sitjandi ráðherra og hægt væri að hrókera þar, loksins yrðu þessir sem hafa það nokkuð gott sitjandi á þingi að gera sem minnst að fara að vinna fyrir kaupinu og loks að vera ábyrgir fyrir sínum gerðum, þarna er ég að hugsa um að fólk verði flokksbundið til að hafa kannski smá áhrif loksins, einn af þeim kostum er að við þyrftum ekki að hafa landskosningar ef eitthvað stórt gerist eins og síðustu þrjá mánuði.
Um bloggið
Sverrir Þór
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki skortir hugmyndirnar í þjóðfélaginu en svo þarf bara að sparka í rassa til að koma einhverju í gang
Árný (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.